Íslenski boltinn

Fyrrverandi leikmaður Tottenham dáist að Hamarshöllinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Edman fagnar eina marki sínu fyrir Tottenham með Fredi Kanouté og Michael Carrick.
Erik Edman fagnar eina marki sínu fyrir Tottenham með Fredi Kanouté og Michael Carrick. vísir/getty
Erik Edman, fyrrverandi vinstri bakvörður sænska landsliðsins og Tottenham, er staddur hér á landi.

Edman birti skemmtilega mynd af sér á Twitter í gær með Hamarshöllina í Hveragerði í bakgrunni.

„Fjórðu deildarlið Hamars í Hveragerði hefur sína eigin níu manna höll. Kannski kemur það ekki á óvart að Ísland búi til leikmenn,“ skrifar Edman við myndina.

Edman er líklega þekktastur fyrir dvöl sína hjá Tottenham tímabilið 2004-05. Svíinn lék 31 deildarleik fyrir Spurs og skoraði eitt mark, með sannkölluðu þrumuskoti gegn Liverpool.

Eftir þriggja ára dvöl hjá Rennes í Frakklandi fór Edman aftur í ensku úrvalsdeildina 2008 og lék í tvö ár með Wigan Athletic. Hann lauk svo ferlinum með Helsingsborg í heimalandinu.

Edman lék 57 leiki fyrir sænska landsliðið þar sem hann lék undir stjórn Lars Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×