Körfubolti

Phil Jackson rekinn frá NY Knicks | Spike Lee þakkar almættinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Endurkoma Phils Jackson til New York Knicks heppnaðist ekki nógu vel.
Endurkoma Phils Jackson til New York Knicks heppnaðist ekki nógu vel. vísir/getty
New York Knicks er búið að reka Phil Jackson sem forseta félagsins.

„Eftir vandlega íhugun höfum við ákveðið að leiðir muni skilja,“ segir Jim Dolan, eigandi Knicks, í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

Jackson, sem varð tvívegis NBA-meistari með Knicks sem leikmaður, sneri aftur til félagsins 2014. Honum tókst ekki að snúa gengi Knicks við og á síðasta tímabili vann liðið aðeins 31 leik.

Undanfarna mánuði hafa Jackson og Dolan deilt um framtíð Carmelos Anthony, skærustu stjörnu Knicks. Jackson vildi losna við Anthony en Dolan var ekki tilbúinn að kaupa út samning hans.

Þá ríkti óánægja með að Jackson hafi gefið það til kynna að Knicks væri tilbúið að skipta Lettanum Kristpas Porzingis í burtu.

Ef marka má samfélagsmiðla eru stuðningsmenn Knicks ekki beint í öngum sínum með brottrekstur Jacksons.

Kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee, einn þekktasti stuðningsmaður Knicks, birti t.a.m. mynd af sér á Instagram undir yfirskriftinni „Halelújah“.

HALLELUJAH.

A post shared by Spike Lee (@officialspikelee) on

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×