Fótbolti

Ari á bekknum og Gylfi frammi | Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Króatíu í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld.

Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliði Íslands í leiknum og Ari Freyr Skúlason er því á bekknum. Hörður er hluti af fjögurra manna vörn en hinir varnarmennirnir eru fastamennirnir Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson.

Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson eru á köntunum og Aron Einar Gunnarsson og Emil Hallfreðsson inn á miðjunni.

Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson eru saman í framlínu íslenska liðsins samkvæmt uppstillingunni en það má búast við því að Gylfi dragi sig mun aftar á völlinn og liðið sé í rauninni í leikkerfinu 4-5-1.

Byrjunarlið Íslands á móti Króatíu:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðvörður: Kári Árnason

Miðvörður: Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Hægri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson

Miðjumaður: Emil Hallfreðsson

Vinstri kantur: Birkir Bjarnason

Framherji: Gylfi Þór Sigurðsson

Framherji: Alfreð Finnbogason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×