Fótbolti

Heimir við Tólfuna: Þið voruð frábær | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir þakkar fyrir sig.
Heimir þakkar fyrir sig.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur átt í frábæru sambandi við Tólfuna síðustu ár og hann klikkaði ekki á því að þakka fyrir sig eftir leikinn gegn Króatíu í gær.

Tólfan söng afmælissönginn fyrir Heimi er hann kom labbandi til þeirra enda átti hann afmæli um helgina.

„Við vorum góðir en þið voruð frábær. Þið áttuð þetta bara skilið,“ sagði Heimir við stuðningsmannasveitina sem söng síðan meira fyrir hann.

Sjá má þessa skemmtilegu uppákomu hér að neðan en myndbandið tók Friðgeir Bergsteinsson sem er ein aðalsprautan í Tólfunni.


Tengdar fréttir

Myndir frá ógleymanlegu kvöldi í Laugardalnum

Fyrr í kvöld áttust við Ísland og Króatía í Laugardalnum. Ísland vann leikinn 1-0 með marki frá Herði Björgvini Magnússyni. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr leiknum.

Leiðin til Rússlands er ennþá greið

Ísland komst upp að hlið Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM með sigri í leik liðanna í gær. Hörður Björgvin Magnússon skoraði markið sem tryggði Íslendingum fyrsta sigurinn á Króötum frá upphafi.

Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“

Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×