Fótbolti

Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður í settinu hjá RÚV í gær.
Eiður í settinu hjá RÚV í gær.
Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn.

„Varstu ekki búinn að lofa mér því að spyrja ekki að þessari spurningu,“ sagði Eiður Smári hlæjandi er Einar Örn Jónsson spurði hann að því hvort hann væri hættur. Virkaði þó ekki mjög ánægður með spurninguna og fór ekki nánar út í málið.

Einar Örn spurði hann þá út í orðróm um að hann ætti að vera yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ sem er staða sem nýr formaður sambandsins, Guðni Bergsson, ætlar að búa til. Er það eitthvað sem myndi heilla Eið?

„Alveg klárlega. Ég myndi vilja skoða það. Það er svo annað mál hvort það sé áhugi á því innan KSÍ.“

Umræðan um þessi tvö mál má sjá í enda útsendingar RÚV hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×