Körfubolti

Gripinn með fullan bíl af skotvopnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sebastian Telfair lék sína síðustu leiki í NBA-deildinni með Oklahoma City Thunder.
Sebastian Telfair lék sína síðustu leiki í NBA-deildinni með Oklahoma City Thunder. vísir/getty
Sebastian Telfair, sem lék lengi vel í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn í gær.

Hinn 32 ára gamli Telfair var stöðvaður af lögreglunni í Brooklyn í gær. Við leit í bíl hans fundust þrjár hlaðnar skammbyssur, hlaðin vélbyssa, skotfæri, skothelt vesti og tveir pokar af marijúana. Greinilega fulllestaður. Um kvöldið var Telfair látinn laus gegn 75.000 dollara tryggingu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Telfair kemst í kast við lögin en fyrir 10 árum var hann handtekinn eftir að hlaðin skammbyssa fannst í bíl hans. Telfair játaði brot sitt og fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm.

Telfair þótti mikið efni á sínum tíma en hann fór beint úr menntaskóla í NBA árið 2004.

Ferill hans náði þó aldrei almennilegu flugi og hann stoppaði jafnan stutt við hjá hverju liði. Telfair lék síðast í NBA-deildinni 2014 en fór svo til Kína.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×