Innlent

Koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á 15 stöðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Skortur hefur verið á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á sumum stöðum á landinu.
Skortur hefur verið á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á sumum stöðum á landinu. Vísir/Pjetur
Vegagerðin vinnur nú að því að koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á fimmtán stöðum hringinn í kringum landið. Stjórnstöð ferðamála hefur skilgreint bætt aðgengi ferðamanna að salernum á landsbyggðinni sem brýnt forgangsmál, sérstaklega á þeim stöðum í vegakerfinu þar sem langt er í þjónustu.

Við val á staðsetningu var höfð hliðsjón af því að langt væri til næsta þjónustustaðar, að því er segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ráðuneytið stendur straum af öllum kostnaði við verkefnið, sem nemur liðlega 90 milljónum króna. Um tilraunaverkefni er að ræða og verður reynslan af því metin eftir sumarið.



Suðurland


  • Djúpá (4)
  • Laufskálavarða (4)
Vesturland

  • Reykjadalsá – Dalir (2)
  • Kattahryggur (2)
Vestfirðir

  • Melanes (2)
  • Hvalsá (2)
  • Hvannadalsá (2)
  • Hvítanes (2)
Norðurland

  • Ljósavatn (2)
Norðausturland

  • Jökulsá á fjöllum (2)
  • Hringvegur við Norðausturveg/Vopnafjörður (2)
  • Jökulá á Dal (2)
Suðausturland

  • Fossá (2)
  • Þvottá (2)
  • Hestagerði (2)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×