Sport

Dong: Gunnar fær sérmeðferð hjá UFC þar sem hann er í liði Conors

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dong er farinn að rífa kjaft.
Dong er farinn að rífa kjaft. vísir/getty
Kóreubúinn Dong Hyun-Kim fékk ekki að berjast við Gunnar Nelson í nóvember þar sem Gunnar meiddist og hann er nú byrjaður með stæla við Gunnar.

„Ég held að Gunnar fái sérmeðferð þar sem hann er í liði með Conor McGregor. Hann berst alltaf í Evrópu og við þá gaura sem hann vill,“ sagði Dong og bætti við að annar liðsfélagi Conors, Artem Lobov, fengi líka sérmeðferð hjá UFC.

„Í fyrra var það Gunnar sem meiddist og því gátum við ekki barist. Svo vann ég Tarec Saffiedine sem er hærra á styrkleikalistanum en Gunnar. Samt fékk ég símtal daginn eftir þar sem ég er beðinn um að berjast við Gunnar í Evrópu. Þá fór mér að líða eins og Gunnar væri á einhverjum sérsamningi.

„Ég gat ekki tekið þann bardaga þar sem ég var meiddur þá og hafði aðrar skuldbindingar. Ég geri ráð fyrir að Gunnari hafi verið boðið að koma og berjast við mig í Singapúr en það þýðir lítið að spá í því. Ég berst við Colby.“

Dong er einmitt að fara að berjast við Colby Covington í Singapúr en það þarf augljóslega svo að setja hann næst í búrið með Gunnari. Covington er ekki á styrkleikalista UFC.

Dong er í sjöunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivgtinni en Gunnar er í níunda sæti.



MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×