Viðskipti erlent

Spotify tapaði 60 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Um 140 milljónir hlusta mánaðarlega á Spotify.
Um 140 milljónir hlusta mánaðarlega á Spotify. Vísir/Getty

Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega.
Tekjur fyrirtækisins námu 2,9 milljörðum evra, og jukust um 50 prósent milli ára, samkvæmt frétt BBC um málið.

Tapið jókst þó verulega og nam 539,2 milljónum evra, jafnvirði 60 milljarða króna, á síðasta ári.

Stjórnendur Spotify íhuga að skrá félagið á markað og því er bókhald félagsins undir miklu aðhaldi. Forsvarsmenn félagsins segjast telja að tekjur fyrirtækisins muni aukast með fleiri notendum. Því verður áfram fjárfest í félaginu og markaðssetningu þess.

Notendum Spotify sem greiða fyrir þjónustuna fjölgaði verulega milli ára, úr 20 milljónum í 48 milljónir. Apple Music, sem er aðalsamkeppnisaðili Spotify, er með 27 milljónir greiðandi áskrifenda. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast milli ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.