Lífið

Missti 150 kíló með því að labba í Walmart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill töffari.
Mikill töffari.
Einn daginn horfði Pasquale Brocco niður á vigtina og sá að hann var orðinn 300 kíló. Á því augnabliki áttaði hann sig á því að hann varð að gera eitthvað í sínum málum.

Brocco setti sér ákveðið markmið og ætlaði hann sér að missa 150 kíló. Í stað þess að fara á einhvern kúr tók Brocco einfaldlega upp á því að ganga alltaf í Walmart þegar hann varð svangur. Frá heimili hans og að næsta Walmart er um 2,4 kílómetrar og það tók hann um 90 mínútur að ganga fram og til baka, þessa 4,8 kílómetra.

Þetta gerði hann þrisvar á dag og náði hann því að missa hundrað kíló á tveimur árum. Eftir það fór hann meira að huga að lyftingum og fékk sér kort í líkamsræktarstöð. Að lokum hafði hann misst 150 kíló.

Einnig breytti hann matarræðinu töluvert og fór að borða 2000 kaloríur, í staðinn fyrir rúmlega 11.000 kaloríur á dag.

Fjallað er um málið ítarlega á síðu ViralThread.

 

Ótrúleg breyting.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×