Enski boltinn

Conte ósáttur hjá Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Meira að segja meistarar geta verið ósáttir.
Meira að segja meistarar geta verið ósáttir. vísir/epa
Antonio Conte, knattspyrnstjóri Chelsea, er óánægður með samband sitt við yfirmenn félagsins samkvæmt Sky Italia. Sky Sports á Englandi hefur borið þetta undir enska félagið og bíður svara.

Conte leiddi Chelsea til Englandsmeistaratitilsins á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn en hann er sagður ósáttur með hvað meistararnir eru að beita sér lítið á félagaskiptamarkaðnum.

Chelsea var ekki í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og gat unnið með minni hóp en áður en næsta vetur verður liðið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þarf á liðsauka að halda.

Conte á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við Chelsea en núgildandi samningur hans rennur út árið 2019. Hann sagði í maí að hann vill að Chelsea meti hann að verðleikum.

Conte hefur verið orðaður við störf á Ítalíu undanfarnarvikur í fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist sjálfur vilja vera lengi hjá Chelsea eftir að tímabilinu lauk en viðurkenndi að slík hollusta er erfið í nútíma fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×