Enski boltinn

Nolito: Guardiola hefur enga trú á mér en vill samt fá mikinn pening fyrir mig

Nolito vill komast heim.
Nolito vill komast heim. vísir/getty

Nolito, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, sér sæng sína uppreidda á Emirates-vellinum og telur sig þurfa að komast aftur til Spánar ætli hann að spila reglulega.

Hann segir Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City, vera búinn að missa alla trú á sér en telur að hann muni samt rukka háa fjárhæð fyrir hann ef Nolito á að fara aftur til Spánar.

Nolito hefur sterklega verið orðaður við sitt gamla félag, Celta Vigo, sem seldi hann fyrir fjórtán milljónir punda til City síðasta sumar. Sevilla er einnig sagt mjög áhugasamt um að fá framherjann í sínar raðir.

„Ég spilaði lítið frá desember og fram að sumri. Það eina sem ég vil gera er að spila ef ég fæ tækifæri til þess. Ég vil fara og snúa aftur til Spánar,“ segir þessi þrítugi leikmaður í viðtali við El Larguero.

„Ég vil bara spila og vera ánægður. Guardiola er búinn að missa alla trú á mér en mín mál eiga ekki eftir að leysast fyrr en á næsta undirbúningstímabili því ég held að City vilji fá mikinn pening fyrir mig,“ segir Nolito.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira