Enski boltinn

Hazard hamingjusamur hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. vísir/getty

Belginn magnaði í liði Chelsea, Eden Hazard, hefur verið orðaður við Real Madrid en það er ekkert fararsnið á honum.

Hazard játaði reyndar fyrr í þessum mánuði að hann yrði að hlusta ef Real kæmi og bankaði á dyrnar. Engu að síður er það honum ekki ofarlega í huga.

„Vonandi gengur jafn vel næsta vetur. Við vinnum deildina og ég verð valinn besti leikmaðurinn. Þetta er fjölskyldufélag og hér á ég marga vini,“ sagði Hazard við tímarit Chelsea.

Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og er algjör lykilmaður hjá Chelsea.

„Ég er búinn að vera hérna í fimm ár og er hamingjusamur. Ég er hjá einu stærsta félagi heims og það er frábært að fá að spila fyrir Chelsea.“
Fleiri fréttir

Sjá meira