Enski boltinn

Hazard hamingjusamur hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. vísir/getty

Belginn magnaði í liði Chelsea, Eden Hazard, hefur verið orðaður við Real Madrid en það er ekkert fararsnið á honum.

Hazard játaði reyndar fyrr í þessum mánuði að hann yrði að hlusta ef Real kæmi og bankaði á dyrnar. Engu að síður er það honum ekki ofarlega í huga.

„Vonandi gengur jafn vel næsta vetur. Við vinnum deildina og ég verð valinn besti leikmaðurinn. Þetta er fjölskyldufélag og hér á ég marga vini,“ sagði Hazard við tímarit Chelsea.

Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og er algjör lykilmaður hjá Chelsea.

„Ég er búinn að vera hérna í fimm ár og er hamingjusamur. Ég er hjá einu stærsta félagi heims og það er frábært að fá að spila fyrir Chelsea.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira