Viðskipti innlent

Stór dagur fyrir neytendur

Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar.

Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá.

Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins.

Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar.

Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.

Vísir

Hér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur.

Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn.

Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi.

„Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836