Viðskipti innlent

Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/ernir
43 prósent Íslendinga 18 ára og eldri hafa farið í Costco og önnur 49 prósent hafa ekki farið enn en ætli að heimsækja verslunina við tækifæri.  Tæp 8 Íslendinga segjast hins vegar ekki ætla í verslunina.

Þetta eru niðurstöður könnunnar MMR sem leiðir meðal annars í ljóst að yngri svarendur og þeir sem bjuggu á tekjuhærri heimilum voru töluvert líklegri en aðrir til að hafa heimsótt Costco en aðrir. Rúmar þrjár vikur eru síðan Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ.

Heldur fleiri konur (47 prósent) en karlar (40 prósent) höfðu farið í Costco einu sinni eða oftar. Þar af höfðu 10 prósent karla og 11 prósent kvenna farið þrisvar sinnum eða oftar.

Þá voru 51 prósent svarenda undir 29 ára sem sögðust hafa heimsótt verslunina samanborið við 26 prósent þeirra sem voru 68 ára og eldri. Nærri helmingur, eða 49 prósent þeirra sem bjuggu á heimilum með heimilistekjur yfir milljón krónur á mánuði, söguðst hafa heimsótt Costco samanborið við 34 prósent þeirra sem bjuggu á heimilum með undir 400 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði.

Rúmlega 10% þjóðarinnar hafa farið oftar en þrisvar í CostcoMMR
Af þeim sem búsettir voru úti á landi sögðust 60 prósent svarenda ekki hafa farið í Costco en myndu gera það við tækifæri á meðan 43 prósent þeirra sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu sögðu slíkt hið sama. Að sama skapi höfðu 50 prósent höfuðborgarbúa heimsótt verslunina samanborðið við 29 prósent íbúa landsbyggðarinnar.

Ef horft er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs hafði síst heimsótt Costco (29 prósent) en stuðningsfólk Samfylkingarinnar var aftur á móti líklegast til að ætla ekki að fara í Costco (13 prósent). Sjáfsftæðismenn virðast hins vegar líklegastir til að kjósa Costco, en 95 prósent þeirra hafa annað hvort komið í verslunina eða ætla að fara þangað við tækifæri.


Tengdar fréttir

Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni

Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×