Enski boltinn

Stubbs: Dagar Barkley hjá Everton taldir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ross Barkley er að fara að mati Alan Stubbs.
Ross Barkley er að fara að mati Alan Stubbs. vísir/getty

Alan Stubbs, fyrrverandi leikmaður Everton, segir daga Ross Barkley talda hjá félaginu og það sannist með kaupum Everton á hollenska miðjumanninum Davy Klaassen frá Ajax.

Barkley á eitt ár eftir af samningi sínum við Everton og Ronaldo Koeman, knattspyrnustjóri liðsins, krafðist svara frá honum áður en tímabilinu lyki hvort hann ætlaði sér að vera áfram. Ekkert hefur gerst í þeim málum.

„Ég tel að Ronald hafi lagt spilin á borðið fyrir Ross áður en tímabilinu lauk og sett honum afarkosti,“ segir Stubbs í viðtali við talkSPORT en Sky Sports greinir frá.

„Staðreyndin er sú að það eru þrjár vikur liðnar og Ross er ekki búinn að skrifa undir neitt. Það finnst mér helsta vísbending þess að Ross er að fara eitthvað annað.“

„Svo má ekki gleyma að Ronald sagði undir lok leiktíðar að hann vildi meiri sköpunargleði í liðið og hún kemur með Klaassen sem hefur það. Hann er með góða tölfræði þrátt fyrir að vera ungur,“ segir Alan Stubbs.

Fari Ross Barkley frá Everton má leiða að því líkum að Everton geri Swansea annað tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson en eins og kom fram í gær hefur liðið ekki misst áhuga á íslenska landsliðsmanninum þrátt fyrir kaupin á Klaassen.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira