Lífið

Afþakkar allar lundabúðir

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Guðfinn Sölva Karlsson – Finna, sem oftast er kenndur við Prikið – mætti kalla einn af konungum næturlífsins í Reykjavík en hann starfrækir auðvitað meðal annars skemmtistaðinn sívinsæla Prikið og festi á dögunum kaup á öldurhúsunum Húrra og Bravó, en þeir staðir voru báðir reknir af Jóni Mýrdal, öðrum stórtækum veitingamanni.



Lundabúðir er að finna víða í miðbænum.Vísir/Stefán
Finni auglýsir nú á Facebook að hann hafi til útleigu húsnæði að Ingólfsstræti 6, við hliðina á Spilasalnum Fredda – sem einnig er í eigu Finna. Rýmið er ætlað til verslunarreksturs og það vekur athygli að hann minnist sérstaklega á að svokallaðar „lundabúðir“ séu afþakkaðar – en þar á hann auðvitað við minjagripabúðir ætlaðar ferðafólki.

Mörgum finnst þessar búðir hið mesta lýti á ásýnd miðbæjarins og þær vera alltof margar. Það er enda kannski eðlileg skoðun heimamanna sem eiga ekkert erindi í slíkar verslanir auk þess sem mörgum finnst sá varningur sem þar er í boði vera óvandaður og seldur á uppsprengdu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×