Enski boltinn

Theo Walcott á Secret Solstice | Sá Agent Fresco spila

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Egill og Walcott í góðum gír.
Egill og Walcott í góðum gír.

Theo Walcott, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, er staddur á Íslandi.

Walcott er núna í Laugardalnum þar sem tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram.

Walcott gerði sér m.a. ferð á Valbjarnarvöll til að sjá íslensku sveitina Agent Fresco.

Plötusnúðurinn Egill Birgisson kom auga á Walcott og fékk að sjálfsögðu mynd af sér með þessum fótfráa leikmanni.

Walcott er ekki fyrsti leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem sækir Ísland heim en fyrr í sumar ferðaðist Juan Mata, leikmaður Manchester United, um landið.

Þá kíkti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, einnig á klakann á dögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira