Lífið

Kæfisvefn átti þátt í dauða Carrie Fisher

Kjartan Kjartansson skrifar
Carrie Fisher öðlaðist heimsfrægð sem Lilja prinsessa í Stjörnustríði.
Carrie Fisher öðlaðist heimsfrægð sem Lilja prinsessa í Stjörnustríði. Vísir/EPA
Stjörnustríðsleikkonan ástsæla Carrie Fisher lést af völdum kæfisvefns og anarra þátta samkvæmt úrskurði dánardómstjóra í Los Angeles.

Fisher lést sextug að aldri 27. desember. Í fyrstu var sagt að banamein hennar hafi verið hjartaáfall. Dánardómstjórinn segir hins vegar nú að nákvæmt dánarorsök sé óþekkt, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Fyrir utan kæfisvefninn segir dánardómstjórinn að hjartaveikindi og lyfjanotkun hafi stuðlað að dauða leikkonunnar. Dánarorsök hennar verður skráð sem ótiltekin.

Fólk sem þjáist af kæfisvefni hættir að anda í svefni í allt frá nokkrum sekúndum upp í mínútur.

Fisher var einna frægust fyrir að túlka persónu Lilju prinsessu í Stjörnustríðsmyndunum. Hún verður meðal annars í áttundu myndinni í sagnabálkinum sem frumsýnd verður í desember.


Tengdar fréttir

Sterk fyrirmynd í fjörutíu ár

Leikkonan Carrie Fisher lést á þriðjudaginn. Hún er frægust fyrir að leika Leiu prinsessu í Star Wars-myndunum. Leia prinsessa hefur verið fyrirmynd í bráðum fjörutíu ár. Carrie var líka opinská um geðræn vandamál sín og vímuefnafíkn.

Minntust Carrie Fisher

Sérstakt minningarmyndband til heiðurs Carrie Fisher birtist á veraldarvefnum nú á dögunum.

Carrie Fisher á gjörgæslu eftir hjartaáfallið

Leikkonan Carrie Fisher, sem er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk prinsessunnar Leiu í Stjörnustríðsmyndunum, er á gjörgæslu eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall þegar hún var á leið til Los Angeles með flugi frá London í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×