Enski boltinn

Landsliðsmarkvörður Ástralíu til nýliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matt Ryan ásamt félögum sínum í ástralska landsliðinu.
Matt Ryan ásamt félögum sínum í ástralska landsliðinu. vísir/afp
Nýliðar Brighton eru búnir að finna sér markvörð fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Sá heitir Matt Ryan og er landsliðsmarkvörður Ástralíu. Hann kemur til Brighton frá Valencia á Spáni.

Ryan gekk í raðir Valencia 2015 en lék aðeins 10 leiki með liðinu. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Genk í Belgíu.

David Stockdale varði mark Brighton á síðasta tímabili en hann hafnaði hins vegar nýjum samningi við félagið og er líklega á leiðinni til Birmingham City.

Ryan hefur leikið 32 landsleiki fyrir Ástralíu og er í ástralska hópnum sem tekur þátt í Álfukeppninni sem hefst í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×