Enski boltinn

Landsliðsmarkvörður Ástralíu til nýliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matt Ryan ásamt félögum sínum í ástralska landsliðinu.
Matt Ryan ásamt félögum sínum í ástralska landsliðinu. vísir/afp

Nýliðar Brighton eru búnir að finna sér markvörð fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Sá heitir Matt Ryan og er landsliðsmarkvörður Ástralíu. Hann kemur til Brighton frá Valencia á Spáni.

Ryan gekk í raðir Valencia 2015 en lék aðeins 10 leiki með liðinu. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Genk í Belgíu.

David Stockdale varði mark Brighton á síðasta tímabili en hann hafnaði hins vegar nýjum samningi við félagið og er líklega á leiðinni til Birmingham City.

Ryan hefur leikið 32 landsleiki fyrir Ástralíu og er í ástralska hópnum sem tekur þátt í Álfukeppninni sem hefst í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira