Innlent

Sjálfstæði Íslands fagnað í vætunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Ungir sem aldnir létu smá rigningu ekki aftra sér frá því að fagna þjóðhátíðardeginum.
Ungir sem aldnir létu smá rigningu ekki aftra sér frá því að fagna þjóðhátíðardeginum. Vísir/Andri Marinó
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig við styttuna af Jóni Sigurðssyni í fyrsta skipti þegar þjóðhátíðardeginum var fagnað á Austurvelli fyrir hádegi. Fjallkonan að þessu sinni var Þóra Einarsdóttir, söngkona.

Hátíðarathöfnin á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli kl. 11.15. Hún hófst á því að Guðni lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Að því loknu hélt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði meðal annars um öryggismál.

Sjá einnig:Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna

Þóra reyndist vera fjallkonan að þessu sinni en leynd hvílir ávalt yfir hver hlýtur það hlutverk fram að athöfninni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Graduale Futuri, eldri barnkór Langholtskirkju syngja og lúðrasveit Reykjavíkur leikur.

Sumir nýttu tækifærið og mótmæltu Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra.Vísir/Andri Marinó
Guðni Th.Jóhannesson forseti og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, búa sig undir að hefja athöfnina.Vísir/Andri Marinó
Í sönnum þjóðhátíðaranda rigndi á viðstadda á Austurvelli.Vísir/Andri Marinó.
Lögreglan var með töluverðan viðbúnað við Austurvöll en hún var ekki áberandi vopnuð.Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×