Lífið

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Kristbjargar og Arons Einars

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kristbjörg og Aron Einar.
Kristbjörg og Aron Einar. Vísir/Andri Marinó

Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gengu í það heilaga síðdegis í dag. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju. Hjónavígslunni verður að vonum ákaft fagnað að athöfninni lokinni í návist vina og ættingja en Kolfinna Von og Rúrík Gíslason verða í hlutverkum veislustjóra í brúðkaupsveislunni sem fram fer í kvöld.

Kristbjörg og Aron Einar hafa verið í sambandi í rúm fjögur ár og eiga þau soninn Ólíver Breka. Fjölskyldan er búsett í Cardiff í Wales þar sem Aron Einar spilar með liði borgarinnar. Kristbjörg kemur frá Reykjavík en Aron Einar kemur frá Akureyri þar sem hann tók sín fyrstu skref í knattspyrnu.

Einlægt bónorð
Í viðtali við Nýtt líf lýsti Kristbjörg því þegar Aron Einar bað hennar á þeirra fyrstu jólum saman í Cardiff. Hún segir Aron hafa verið „upptjúnaðan“ á meðan á borðhaldinu stóð. Þegar þau hafi lokið því að skiptast á gjöfum bað Aron Kristbjörgu um að fylgja sér á efri hæðina þar sem hann ætti eftir að gefa henni eina gjöf í viðbót.

Þegar upp var komið lýsir Kristbjörg því hvernig gólfið hafi verið þakið rósablöðum sem hafi leitt sig í lítið fataherbergi sem hann hafði skreytt með kertum. Þar skellti landsliðsfyrirliðinn sér á skeljarnar og bað Kristbjargar sem segir Aron vera sálufélaga sinn.

Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofunnar, var viðstaddur athöfnina fyrr í kvöld og smellti af nokkrum myndum af brjúðhjónunum og gestum sem má sjá að neðan.

Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó

Að neðan má svo sjá fleiri myndir með því að fletta til hliðar.


Tengdar fréttir

Landsliðsstjörnur steggja Aron í New York

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á svo sannarlega skilið að taka sér smá frí eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni og ótrúlegan sigur á Króötum á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið.

Aron Einar niðurlægður í Laugum

Landsliðsfyrirliðinn stjórnaði Tabata tíma Laugum í hádeginu. Tíminn var hluti af steggjun fyrirliðans sem senn gengur í það heilaga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira