Lífið

Katy Perry fyrst til að ná 100 milljónum fylgjenda

Atli Ísleifsson skrifar
Katy Petty.
Katy Petty. Vísir/afp

Bandaríska söngkonan Katy Perry varð í gær fyrst til að ná 100 milljónum fylgjenda á Twitter. Síðan birti af því tilefni myndband með vel völdum tístum söngkonunnar, allt aftur til ársins 2009 þegar hún opnaði Twitter-reikning sinn.

Kanadíski söngvarinn Justin Bieber er næstur með um 96,7 milljónir fylgjenda og Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti er þriðji með um 90,8 milljónir fylgjenda.

Núverandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er með um 32,4 milljónir fylgjenda, en enginn annar núsitjandi þjóðarleiðtogi er með eins marga fylgjendur.

Að neðan má sjá vinsælustu tístara heims og myndband Twitter til heiðurs Katy Perry.

@katyperry 100 milljónir fylgjendur
@justinbieber 96,7 milljónir fylgjendur
@BarackObama 90,8 milljónir fylgjendur
@taylorswift13 85,1 milljónir fylgjendur
@rihanna 74,1 milljónir fylgjendurAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira