Fótbolti

Juventus hefur áhuga á Donnarumma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verður Donnarumma eftirmaður Buffons hjá bæði Juventus og ítalska landsliðinu?
Verður Donnarumma eftirmaður Buffons hjá bæði Juventus og ítalska landsliðinu? vísir/epa
Beppe Morata, stjórnarformaður Juventus, segir að félagið muni að sjálfsögðu kanna möguleikann á að fá markvörðinn Gianluigi Donnarumma.

Hinn 18 ára gamli Donnarumma hefur tilkynnt forráðamönnum AC Milan að hann muni ekki framlengja samning sinn við félagið.

„Þegar slíkur markvörður er á markaðnum verðum við að kanna möguleikann á að fá hann,“ sagði Morata og bætti við að Juventus ætti í viðræðum við Wojciech Szczesny, markvörð Roma.

Gianluigi Buffon hyggst leggja hanskana á hilluna eftir næsta tímabil og Juventus er því farið að huga að því hver á að vera eftirmaður hans.

Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Donnarumma leikið 72 leiki fyrir Milan og fjóra landsleiki fyrir Ítalíu.

Auk þess að fá sér markvörð vill Juventus fá Brasilíumanninn Douglas Costa frá Bayern München. Að sögn Morata hefur Juventus fengið leyfi frá þýska félaginu til að ræða við leikmanninn.


Tengdar fréttir

Costa sagður vilja fara til Juve

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá hefur Brasilíumaðurinn Douglas Costa beðið Juventus um að kaupa sig frá Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×