Viðskipti innlent

Fyrsta rafmagnsrúta landsins tekin í notkun

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Fyrsta rafmagsrúta landsins hefur verið tekin í notkun en hún er í eigu Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi. Rútan getur ekið 320  kílómetra á hverri hleðslu. Bílinn fer strax í verkefni með erlenda ferðamenn út frá Reykjavík.

Það er GTS ehf félag í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar, Sigríðar Benediktsdóttur og fjölskyldu þeirra á Selfossi sem eiga fyrstu rafmagnsrútu landsins. Það var táknrænt að sjá þegar fyrsti bíll Guðmundar Tyrfingssonar fór í skoðun hjá Frumherja á Selfossi, Dodge Weapon árgerð 1953 og nýja rútan strax á eftir. Weapon-inn er hávær og mengar töluvert á meðan það heyrist ekki í rafmagnsrútunni og þar er enginn mengun. Báðir bílarnir fengu skoðun án nokkurra athugasemda.

Eruð þið eitthvað að nota þennan bíl [Dodge-inn]?

„Það er mjög lítið, en ef það eru einstök, góð tilefni þá setjum við hann í gang og keyrum,“ segir Tyrfingur Guðmundsson hjá GTS.

Og nú eruð þið komin með rafmagnsrútu. Hvort velur þú rafmagnsrútuna eða Weapon-inn?

„Ætli það fari ekki bara eftir tilefninu. Það er gáfulegra að nota rafmagnsbílinn, klárlega. En það á eftir að koma í ljós.“

Heldur þú að þeim eigi eftir að fjölga, rafmagnsrútunum?

„Ég held að það sé engin spurning. Þetta verður klárlega framtíðin og þarf að breytast,“ segir Tyrfingur.

Nýja rútan getur ekið 320 kílómetra á hleðslunni. Hún var keypt af Yutong Eurobus í Kína en Yutong Group í Kína er stærsti rútuframleiðandi heims. Rútan er svokölluð millibæjarrúta að sænskri fyrirmynd með 32 farþegasætum með þriggja punkta öryggisbeltum.

Úlfur Björnsson, stjórnarformaður hjá Yutong Eurobus, segir þetta vera byltingu í samgöngum á Íslandi. „Þetta er bíll sem gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í staðinn fyrir dísilolíu. Þannig að þetta er fyrsta skrefið í að skipta um orkugjafa í rútugeira.“

Úlfur segir að rútan hafi kostað alls um 60 milljónir króna með flutningskostnaði og virðisaukaskatti. „Það fer svolítið eftir gengi, hvernig það gengur upp,“ segir Úlfur, sem bendir einnig á að aksturskostnaður rafmagnsrútunnar sé mun minni en Íslendingar eiga að venjast. „Þetta er svona átta til tíu krónur á kílómetrann, orkukostnaðurinn.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
1,3
1
58
MARL
0,79
6
395.130
SKEL
0,61
2
15.435
HAGA
0,39
2
30.323
REITIR
0,29
6
74.905

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,82
7
41.584
REGINN
-1,39
6
69.554
SJOVA
-1,23
7
95.955
EIK
-0,92
7
95.752
ORIGO
-0,67
1
777