Enski boltinn

Guardiola vill endurnýja kynnin við Dani Alves

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alves varð tvöfaldur meistari á Ítalíu með Juventus á síðasta tímabili.
Alves varð tvöfaldur meistari á Ítalíu með Juventus á síðasta tímabili. vísir/epa
Manchester City hefur sett sig í samband við Juventus vegna mögulegra kaupa á brasilíska bakverðinum Dani Alves. The Guardian greinir frá.

City er í bakvarðaleit og Pep Guardiola hefur áhuga á því að fá sinn gamla lærisvein á Etihad.

Alves lék undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á árunum 2008-12. Á þeim tíma unnu Börsungar spænska meistaratitilinn í þrígang og Meistaradeild Evrópu í tvígang.

Alves á eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus en talið er að félagið sé tilbúið að selja hann fyrir um fimm milljónir punda.

Hinn 34 ára Alves er einn sigursælasti leikmaður fótboltasögunnar. Hann hefur m.a. sex sinnum orðið landsmeistari á ferlinum og unnið Meistaradeildina og Evrópudeildina í tvígang.


Tengdar fréttir

Juventus hefur áhuga á Donnarumma

Beppe Morata, stjórnarformaður Juventus, segir að félagið muni að sjálfsögðu kanna möguleikann á að fá markvörðinn Gianluigi Donnarumma.

Costa sagður vilja fara til Juve

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá hefur Brasilíumaðurinn Douglas Costa beðið Juventus um að kaupa sig frá Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×