Lífið

Tvíburar Beyoncé og Jay-Z komnir í heiminn

Kjartan Kjartansson skrifar
Beyoncé með eiginmanni sínum Jay-Z.
Beyoncé með eiginmanni sínum Jay-Z. Vísir/AFP

Bandaríka söngkonan og stórstjarnan Beyoncé hefur alið tvíbura. Ekki er vitað hvernig börnin komu nákvæmlega í heiminn eða kyn þeirra en hvorki söngkonan né maður hennar, rapparinn Jay-Z, hafa staðfest tíðindin.

Skemmtimiðlarnir Entertainment Weekly, Us Weekly og People hafa staðfest fréttirnar samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Fyrir eiga þau hjónin dótturina Blue Ivy sem er fimm ára gömul.

Engin mynd hefur fengið fleiri viðbrögð á samfélagsmiðlinum Instagram en myndin sem Beyoncé deildi af sér óléttri í febrúar.

Mynd sem Beyoncé deildi af sér óléttri með dóttur sinni Blue Ivy á Instagram í febrúar. Vísir/Skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira