Enski boltinn

Southampton hefur engan áhuga á Giggs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giggs bíður enn eftir sínu fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri.
Giggs bíður enn eftir sínu fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri. vísir/getty

Það virðist ætla að ganga hægt hjá Ryan Giggs að fá sitt fyrsta stjórastarf.

Giggs hafði áhuga á að taka við Southampton, sem rak Claude Puel í síðustu viku, en sá áhugi er ekki gagnkvæmur.

Félagið telur Giggs ekki nógu reyndan og ætlar að skoða aðra möguleika í stöðunni.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hafði Giggs einnig áhuga á því að taka við Southampton síðasta sumar en félagið hafði ekki áhuga. Sú afstaða hefur ekkert breyst síðan þá.

Hinn 43 ára gamli Giggs hefur enga reynslu sem aðalþjálfari fyrir utan að hafa stýrt Manchester United í fjórum síðustu leikjum tímabilsins 2013-14 eftir að David Moyes var rekinn.

Giggs var svo aðstoðarmaður Louis van Gaal í tvö ár en yfirgaf United síðasta sumar.


Tengdar fréttir

Puel fékk sparkið hjá Southampton

Southampton staðfesti nú í kvöld að búið væri að segja franska knattspyrnustjóranum Claude Puel upp störfum hjá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira