Innlent

Björgunarsveitarmenn sækja örmagna göngumann á Hornströndum

Kjartan Kjartansson skrifar
Gunnar Friðriksson við bryggju á Ísafirði.
Gunnar Friðriksson við bryggju á Ísafirði. Vísir/Pjetur
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði ásamt félögum Björgunarfélags Ísafjarðar voru kölluð út til að sækja örmagna göngumann á Hornstrandir í kringum hádegi í dag.

Maðurinn var í gönguhóp sem er á ferð um Hornstrandir en óskað var eftir aðstoð í gegnum neyðarrás skipa frá neyðarskýlinu í Hornvík samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Björgunarskipið er lagt af stað með fimm björgunarmenn um borð en 3-4 klukkustundir tekur að komast á staðinn. Því er ekki hægt að reikna með að skipið komi með göngumanninn aftur til Ísafjarðar fyrr en í kvöld.

Uppfært:

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er lagt af stað frá Hornvík til Ísafjarðar með göngumennina. Þeir reyndust vera fjórir sem þurftu á aðstoðinni að halda. Einn göngumannanna er tognaður á ökkla og þá eru tveir göngumenn með laskað tjald. Mennirnir eru kaldir og blautir. Reiknað er með því að björgunarskipið komi til hafnar um kvöldmatarleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×