Lífið

Lindsay Lohan á Íslandi: „Fallegur dagur með fallegu fólki“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lindsay Lohan tekur sjálfsmynd á Íslandi. Suðurland er í baksýn.
Lindsay Lohan tekur sjálfsmynd á Íslandi. Suðurland er í baksýn.

„Fallegur dagur með fallegu fólki“ skrifar leikkonan Lindsay Lohan undir myndband sem hún sendi frá sér á Instagram. Hún er stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn í gær á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi.

Lohan birti myndband af sér og veislugestum á samskiptamiðlinum Instagram. Af myndbandinu má ljóst vera að mikil hamingja er með Íslandsferð kvikmyndastjörnunnar. Lohan klæddist kremlituðum kjól í brúðkaupinu.

Vísir greindi frá því í gær að nýbökuðu hjónin Luckett og Scott líta á Ísland sem sitt annað heimili. Þeir hafa verið tíðir gestir hérlendis. Rúmt ár er liðið síðan listunnendurnir keyptu Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi þar sem þeir hafa komið á fót listasafni.

What a beautiful day with beautiful people @revilopark #soiceland #grateful #ramadan #blessed

A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) on


Tengdar fréttir

Lohan er komin

Leikkonan Lindsay Lohan er mætt til Íslands. Lohan er stórvinkona samfélagsmiðlasérfræðingsins Oliver Lukkett sem giftist Scott Guinn í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira