Lífið

Lindsay Lohan á Íslandi: „Fallegur dagur með fallegu fólki“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lindsay Lohan tekur sjálfsmynd á Íslandi. Suðurland er í baksýn.
Lindsay Lohan tekur sjálfsmynd á Íslandi. Suðurland er í baksýn.

„Fallegur dagur með fallegu fólki“ skrifar leikkonan Lindsay Lohan undir myndband sem hún sendi frá sér á Instagram. Hún er stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn í gær á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi.

Lohan birti myndband af sér og veislugestum á samskiptamiðlinum Instagram. Af myndbandinu má ljóst vera að mikil hamingja er með Íslandsferð kvikmyndastjörnunnar. Lohan klæddist kremlituðum kjól í brúðkaupinu.

Vísir greindi frá því í gær að nýbökuðu hjónin Luckett og Scott líta á Ísland sem sitt annað heimili. Þeir hafa verið tíðir gestir hérlendis. Rúmt ár er liðið síðan listunnendurnir keyptu Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi þar sem þeir hafa komið á fót listasafni.

What a beautiful day with beautiful people @revilopark #soiceland #grateful #ramadan #blessed

A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) on


Tengdar fréttir

Lohan er komin

Leikkonan Lindsay Lohan er mætt til Íslands. Lohan er stórvinkona samfélagsmiðlasérfræðingsins Oliver Lukkett sem giftist Scott Guinn í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira