Innlent

Enn tilefni til að fagna Kvenréttindadeginum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Ísland.
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Ísland. Vísir/Eyþór
„Það er langt í land með ofbeldismál gegn konum og það eru enn að koma fréttir um að konur hafi ekki aðgang að stjórnendastöðum í atvinnulífinu og að kvótaaðgerðir sem hafa verið settar á hafi ekki skilað því sem við vildum sjá,“ þetta segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands.

Kvenréttindadeginum er fagnað í dag, en þá eru 102 ár síðan konur á Íslandi, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

„Við erum með samkomu milli 4 og 6 og það er á vegum Hallveigarstaða, hússins sem við eigum með tveimur öðrum félögum. Húsið er 50 ára í dag. Blaðið okkar, 19. júní, kemur einnig út í dag,“ segir Fríða Rós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×