Handbolti

Makedóníumenn slátruðu Tékkum og tryggðu sér sigur íslenska riðlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kiril Lazarov skoraði 11 mörk úr 12 skotum.
Kiril Lazarov skoraði 11 mörk úr 12 skotum. vísir/epa
Á sama tíma og Íslendingar tryggðu sér sæti á EM 2018 með sigri á Úkraínumönnum, 34-26, rústuðu Makedóníumenn Tékkum, 33-20, í Skopje.

Ótrúlegir yfirburðir hjá Makedóníu sem tryggði sér efsta sætið í riðli 4 með þessum sigri.

Kiril Lazarov fór mikinn í liði Makedóníu og skoraði 11 mörk úr 12 skotum. Dejan Manaskov kom næstur með sex mörk.

Stanislav Kasparek, Tomas Babak, Miroslav Jurka og Jakub Hrstka skoruðu þrjú mörk hver fyrir Tékkland sem endaði í 2. sæti riðilsins. Ísland varð í því þriðja og Úkraína rak lestina.

Danir kláruðu undankeppnina með stæl og rúlluðu yfir Letta, 33-16, í riðli 1 í kvöld.

Fjórtán Danir komust á blað í leiknum. Martin Larsen var þeirra markahæstur með sex mörk.

Danir unnu riðil 1, fengu 11 stig, tveimur stigum meira en Ungverjar sem unnu Hollendinga, 35-30, fyrr í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×