Innlent

Farþegar Vueling loks á leið upp í vél í Edinborg

Atli Ísleifsson skrifar
Farþegar á leið upp í vél Vueling í Edinborg í kvöld.
Farþegar á leið upp í vél Vueling í Edinborg í kvöld. Trausti Þór
Farþegar Vueling sem hafa verið fastir í Edinborg síðan í nótt, eru nú loks á leið upp í vél sem mun fljúga þeim til Íslands.

Vélin var að koma frá Barcelona í gærkvöldi en var snúið við frá Keflavík vegna lágrar skýjahæðar og flogið til Edinborgar í Skotlandi.

Trausti Þór Friðriksson, einn farþeganna, segir að þeim hafi loks verið hleypt upp í vél um klukkan 22 að íslenskum tíma í kvöld, um þremur tímum eftir að upphaflega stóð til að fljúga til Íslands. Hann segir að flugstjóri vélarinnar hafi verið meta það hvort hann treysti sér til að lenda á Keflavíkurflugvelli.

Eins og fram kom í frétt Vísis í kvöld standa nú yfir framkvæmdir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að gera endurbætur á blindaðflugsbúnaði. Hann er nú ótengdur, en þegar hann er tengdur geta vélarnar lent í minna skyggni. Í gærkvöldi hafi skýjahæðin um tíma verið of lág til að hægt væri lenda.

Trausti Þór segist feginn að vera loks á leiðinni til landsins en vonast svo innilega að ekki taki við annað útsýnisflug yfir Íslandi síðar í kvöld og vonast að vélinni verði nú örugglega lent á Keflavíkurflugvelli.

Hann segir að upplýsingaleysið á flugvellinum Edinborg hafi verið að fara í skapið á mörgum farþeganna.


Tengdar fréttir

Hótuðu farþegunum með lögreglu

Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands.

Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg

Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×