Enski boltinn

Ronaldo hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty

Cristiano Ronaldo hefur áhuga á því að snúa aftur til Manchester United í sumar samkvæmt heimildum Sky Sports en heimildamaður Sky sem er nátengdur Portúgalanum fullyrðir þetta.

Ronaldo var í síðustu viku sagður vilja komast frá Real Madrid eins og skot vegna ásakana um skattsvik en búið er að ákæra hann fyrir að skjóta undan skatti 1,6 milljarði króna.

Þessi ákæra fór ekki vel í portúgalska framherjann sem er að sögn stærstu miðla heims á borð við BBC búinn að láta Florentino Pérez, forseta Real Madrid, vita af því að hann vill komast burt frá félaginu og burt frá Spáni.

Manchester United seldi Ronaldo til Real Madrid sumarið 2009 fyrir 80 milljónir punda en félagið hefur áður reynt að kaupa hann til baka án árangurs.

Ronaldo vann ensku úrvalsdeildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina einu sinni áður en han fór til Spánar en hann er goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford.

Paris Saint-Germain er einnig mjög áhugasamt um


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira