Fótbolti

Oscar kom slagsmálum af stað í Kína | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oscar kom þessum látum af stað.
Oscar kom þessum látum af stað.

Brasilísku landsliðsmennirnir Oscar og Hulk komu við sögu þegar allt varð vitlaust í leik Shanghai SIPG og Guangzhou R&F í kínversku ofurdeildinni í fótbolta.

Rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks lét Hulk snyrtilega á einn leikmann Guangzhou með því að leika boltanum á milli fóta hans en annar varnarmaður komst fyrir.

Oscar ákvað þá að þruma boltanum í einn leikmann Guangzhou en fékk hann aftur og þrumaði honum þá bara í næsta mann.

Þetta varð til þess að slagsmál brutust út á vellinum en ruglið endaði með því að einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rautt spjald. Oscar slapp með skrekkinn.

Hulk skoraði mark Shanghai-liðsins eftir fallega skyndisókn en leikurinn endaði, 1-1.
Hér má sjá myndband af slagsmálunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira