Fótbolti

Oscar kom slagsmálum af stað í Kína | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oscar kom þessum látum af stað.
Oscar kom þessum látum af stað.

Brasilísku landsliðsmennirnir Oscar og Hulk komu við sögu þegar allt varð vitlaust í leik Shanghai SIPG og Guangzhou R&F í kínversku ofurdeildinni í fótbolta.

Rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks lét Hulk snyrtilega á einn leikmann Guangzhou með því að leika boltanum á milli fóta hans en annar varnarmaður komst fyrir.

Oscar ákvað þá að þruma boltanum í einn leikmann Guangzhou en fékk hann aftur og þrumaði honum þá bara í næsta mann.

Þetta varð til þess að slagsmál brutust út á vellinum en ruglið endaði með því að einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rautt spjald. Oscar slapp með skrekkinn.

Hulk skoraði mark Shanghai-liðsins eftir fallega skyndisókn en leikurinn endaði, 1-1.
Hér má sjá myndband af slagsmálunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira