Sport

Maldini komst inn á atvinnumannamót í tennis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paolo Maldini.
Paolo Maldini. vísir/afp

Einn besti varnarmaður allra tíma, Paolo Maldini, er að verða fimmtugur en er farinn að láta til sín taka í tennisheiminum.

Maldini er búinn að vinna sér inn þáttökurétt á atvinnumannamóti í tennis sem fram fer í Mílanó. Maldini tekur þátt í tvímenningi með þjálfaranum sínum, Stefano Landonio, en sá er 45 ára og fyrrum atvinnumaður.

Þetta verður fyrsta atvinnumannamót Maldini sem virðist vera mikið íþróttaundur.

„Hann er með frábærar uppgjafir og er alltaf að verða betri í opnum leik. Það er ekki margir veikleikar í hans spilamennsku,“ sagði Landonio en Maldini byrjaði að spila tennis fyrir sex árum síðan.

„Ef hann hefði lagt fyrir sig tennis á sínum tíma þá hefði hann hugsanlega getað orðið atvinnumaður. Hann er gríðarlega sterkur bæði líkamlega og andlega.“

Maldini vann á sínum tíma 26 titla með AC Milan og þar af fimm Evróputitla. Hann lék alls 647 leiki í ítölsku deildinni sem er met.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira