Innlent

Lögreglan í eftirför á Hellisheiði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin veita bíl nú eftirför á Hellisheiði.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin veita bíl nú eftirför á Hellisheiði. Vísir/Eyþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvers vegna verið er í eftirför en lögreglan beinir því til vegfarenda að taka tillit til þess verði það vart við lögreglubíla í forgangsakstri og víkja.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist ekki geta gefið upplýsingar um tildrög eftirfararinnar en það muni væntanlega liggja fyrir þegar henni ljúki.

Uppfært

Bíllinn sem lögregla veitti eftirför hafnaði í Ölfusá. Búið er að ná bílnum og manninum úr ánni. Nánar má fræðast um málið hér, hér og hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira