Innlent

Lögreglan í eftirför á Hellisheiði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin veita bíl nú eftirför á Hellisheiði.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin veita bíl nú eftirför á Hellisheiði. Vísir/Eyþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvers vegna verið er í eftirför en lögreglan beinir því til vegfarenda að taka tillit til þess verði það vart við lögreglubíla í forgangsakstri og víkja.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist ekki geta gefið upplýsingar um tildrög eftirfararinnar en það muni væntanlega liggja fyrir þegar henni ljúki.

Uppfært

Bíllinn sem lögregla veitti eftirför hafnaði í Ölfusá. Búið er að ná bílnum og manninum úr ánni. Nánar má fræðast um málið hér, hér og hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira