Íslenski boltinn

FH fer til Færeyja eða Kósóvó

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Lennon og félagar fengu fínan drátt.
Steven Lennon og félagar fengu fínan drátt. vísir/eyþór
mynd/uefa

Íslandsmeistarar FH mæta annað hvort Víkingi í Götu frá Færeyjum eða Trepca '89 í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en verið er að draga í fyrstu umferðirnar í dag.

FH á fyrri leikinn á heimavelli 11. eða 12. júlí en seinni leikurinn verður svo á útivelli viku síðar.

FH var í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag sem gerði mikið fyrir Íslandsmeistarana en Víkingur og Trepca þurfa bæði að byrja í fyrstu umferð en FH kemur inn í annarri umferðinni.

FH hefði getað mætt Dundalk frá Írlandi sem það tapaði fyrir á síðustu leiktíð en með því að vera í efri styrkleikaflokki sluppu meistararnir við stórlið á borð við Celtic og Rosenborg.
Fleiri fréttir

Sjá meira