Íslenski boltinn

FH fer til Færeyja eða Kósóvó

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Lennon og félagar fengu fínan drátt.
Steven Lennon og félagar fengu fínan drátt. vísir/eyþór
mynd/uefa

Íslandsmeistarar FH mæta annað hvort Víkingi í Götu frá Færeyjum eða Trepca '89 í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en verið er að draga í fyrstu umferðirnar í dag.

FH á fyrri leikinn á heimavelli 11. eða 12. júlí en seinni leikurinn verður svo á útivelli viku síðar.

FH var í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag sem gerði mikið fyrir Íslandsmeistarana en Víkingur og Trepca þurfa bæði að byrja í fyrstu umferð en FH kemur inn í annarri umferðinni.

FH hefði getað mætt Dundalk frá Írlandi sem það tapaði fyrir á síðustu leiktíð en með því að vera í efri styrkleikaflokki sluppu meistararnir við stórlið á borð við Celtic og Rosenborg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira