Sport

Þrjú Íslandsmet í Berlín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrekur Andrés ásamt Andra Snæ, hlaupaleiðbeinanda sínum.
Patrekur Andrés ásamt Andra Snæ, hlaupaleiðbeinanda sínum. mynd/ÍF
Frjálsíþróttafólk úr röðum fatlaðra tók þátt á Grand Prix-móti í Berlín um nýliðna helgi og gerði það gott.

Þau Helgi Sveinsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir tóku þátt fyrir Íslands hönd og þrjú ný Íslandsmet litu dagsins ljós á mótinu.

Patrekur Andrés, sem hleypur í flokki T11 (alblindir), setti nýtt Íslandsmet í undanrásum í 200m hlaupi á tímanum 26,99 sekúndum og bætti svo um betur í úrslitum á tímanum 26,30 sekúndum og landaði þar bronsverðlaunum í úrslitum.

Þá fann Stefanía Daney Guðmundsdóttir fjölina í langstökkina og setti nýtt Íslandsmet í flokki F20 (þroskahamlaðir) er hún stökk 4,74 metra.

Hulda Sigurjónsdóttir kastaði lengst 9,34 metra í kúluvarpi (F20) og landaði silfri og þá vann Helgi Sveinsson til gullverðlauna í spjótkasti (F42-44) er hann kastaði lengst 52,99 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×