Körfubolti

Taurasi orðin stigahæst í sögu WNBA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Taurasi fyrir leikinn sögulega í gær.
Taurasi fyrir leikinn sögulega í gær. vísir/afp

Hin magnaða Diana Taurasi náði í gær þeim áfanga að verða stigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi.

Hún sló þá met fyrrum leikmanns Houston Comets og LA Sparks, Tinu Thompson. Thompson skoraði 7.488 stig á 17 ára ferli en Taurasi bætti met hennar á aðeins þrettán árum.

Taurasi spilar með Phoenix Mercury. Hún var valin fyrst í nýliðavalinu árið 2004 og hefur heldur betur staðið undir væntingum.

Hún hefur unnið til fjögurra gullverðlaun á Ólympíuleikunum, HM hefur hin unnið tvisvar og WNBA-deildina þrisvar sinnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira