Körfubolti

Taurasi orðin stigahæst í sögu WNBA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Taurasi fyrir leikinn sögulega í gær.
Taurasi fyrir leikinn sögulega í gær. vísir/afp

Hin magnaða Diana Taurasi náði í gær þeim áfanga að verða stigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi.

Hún sló þá met fyrrum leikmanns Houston Comets og LA Sparks, Tinu Thompson. Thompson skoraði 7.488 stig á 17 ára ferli en Taurasi bætti met hennar á aðeins þrettán árum.

Taurasi spilar með Phoenix Mercury. Hún var valin fyrst í nýliðavalinu árið 2004 og hefur heldur betur staðið undir væntingum.

Hún hefur unnið til fjögurra gullverðlaun á Ólympíuleikunum, HM hefur hin unnið tvisvar og WNBA-deildina þrisvar sinnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira