Íslenski boltinn

Stjarnan til Írlands en KR til Finnlands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stjarnan fer til Írlands.
Stjarnan fer til Írlands. Vísir/Eyþór

Íslensku liðin þrjú sem taka þátt í forkeppni Evrópudeildar UEFA vita nú mótherja sína en dregið var í fyrstu umferðirnar í höfuðstöðvum UEFA í hádeginu í dag.

KR og Stjarnan voru í efri styrkleikaflokki en bikarmeistarar Vals í neðri fyrir dráttinn í dag. Valsmenn drógust á móti Ventspils frá Lettlandi og fá seinni leikinn á heimavelli 6. júlí.

KR-ingar drógust á móti finnska liðinu Seinajoki sem Íslandsmeistarar FH slógu út árið 2015 en KR byrjar einvígið á útivelli líkt og Valur.

Stjarnan dróst á móti Shamrock Rovers frá Írlandi en byrjar á heimavelli og á þá síðari leikinn á útivelli.

Fyrri leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram 29. júní og þeir síðari 6. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira