Íslenski boltinn

Stjarnan til Írlands en KR til Finnlands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stjarnan fer til Írlands.
Stjarnan fer til Írlands. Vísir/Eyþór
Íslensku liðin þrjú sem taka þátt í forkeppni Evrópudeildar UEFA vita nú mótherja sína en dregið var í fyrstu umferðirnar í höfuðstöðvum UEFA í hádeginu í dag.

KR og Stjarnan voru í efri styrkleikaflokki en bikarmeistarar Vals í neðri fyrir dráttinn í dag. Valsmenn drógust á móti Ventspils frá Lettlandi og fá seinni leikinn á heimavelli 6. júlí.

KR-ingar drógust á móti finnska liðinu Seinajoki sem Íslandsmeistarar FH slógu út árið 2015 en KR byrjar einvígið á útivelli líkt og Valur.

Stjarnan dróst á móti Shamrock Rovers frá Írlandi en byrjar á heimavelli og á þá síðari leikinn á útivelli.

Fyrri leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram 29. júní og þeir síðari 6. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×