Lífið

Sjáðu myndirnar frá lokakvöldi Secret Solstice: Hip-hop veisla í Laugardalnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rick Ross fór á kostum á Secret Solstice í gærkvöldi.
Rick Ross fór á kostum á Secret Solstice í gærkvöldi.

Tónlistahátíðin Secret Solstice fór fram um helgina í Laugardalnum. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin fer fram og hefur tekist vel til öll árin.

Meðal þeirra sem koma fram á Secret Solstice í ár eru Chaka Khan, Foo Fighters, Richard Ashcroft, The Prodigy, Foreign Beggars, Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak & The Free Nationals, Young M.A og einnig rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum.

Síðasta kvöldið fór fram í Laugardalnum í gær og var Andri Marinó, ljósmyndari 365, á svæðinu. Hann fangaði stemninguna á tónleikum með Gísla Pálma, Young M.A, Anderson .Paak & The Free Nationals, Big Sean, Tappi Tíkarrass, Rick Ross ásamt fleirrum.

Hér að neðan má sjá myndir af lokakvöldi Secret Solstice.
Fleiri fréttir

Sjá meira