Erlent

Fyrrum leiðtogi hryðjuverkjadeildar bresku lögreglunnar segir árásirnar ekki hafa komið sér á óvart

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Chris Phillips í viðtali við BBC.
Chris Phillips í viðtali við BBC. Vísir/Skjáskot

Chris Phillips, fyrrum leiðtogi hryðjuverkadeildar lögreglunnar og sérfræðingur um innlend öryggismál segir að árásirnar í London, undanfarið, hafi ekki komið á óvart. Í viðtali við fréttamann BBC lét Phillips þau orð falla að um svokallaðan hermiglæp væri að ræða. Árásarmaðurinn hafi litið til fyrri árása og haft þær að fyrirmynd. Phillips telur árásina jafnvel hafa verið hefndarverk, að vissu leyti.

„Þetta er það sem ISIS vill. Þau vilja að okkar samfélög hrynji og berjist innan frá. ISIS lítur á það sem sitt forskot,“ segir Phillips og nefnir að mikilvægt sé að leyfa þeim ekki að ná árangri.

Phillips telur að erfitt sé að koma í veg fyrir mannsföll í hryðjuverkaárásum. Hins vegar sé dánartíðni í London lág og því verði íbúar að halda áfram með lífið og reyna að láta þetta ekki á sig fá. Mikilvægt sé að láta ekki hræðslu ná yfirhöndinni. Hann nefnir þó að mikilvægt sé að almenningur láti vita ef grunur leiki á að verið sé að plana hryðjuverk. Þá sé hægt að gera lögreglu viðvart og koma í veg fyrir árásina.

Hægt er að fylgjast með fréttamanni BBC á svæðinu. Viðtalið við Phillips má finna í lok myndbandsins hér að neðan.


Tengdar fréttir

Einn látinn og átta slasaðir í London

Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira