Viðskipti innlent

Erlend kortavelta ekki vaxið minna frá upphafi mælinga

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gert er ráð fyrir að 2,3 milljónir muni sækja Ísland heim á þessu ári.
Gert er ráð fyrir að 2,3 milljónir muni sækja Ísland heim á þessu ári. vísir/anton brink

Erlend greiðslukortavelta nam 21,3 milljörðum króna í maí síðastliðnum samanborið við 19,9 milljarða í maí í fyrra samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).

Hlutfallsvöxtur frá fyrra ári er því um 7,1 prósent og hefur ekki verið minni frá því RSV hóf söfnun hagtalna um kortaveltu erlendra ferðamanna árið 2012. Í krónum jókst kortaveltan um 1,4 milljarða frá maí í fyrra. Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu nú er vafalítið sterkt gengi krónunnar segir í tilkynningu.

Í maí var samdráttur í nokkrum flokkum erlendrar kortaveltu. Í verslun dróst greiðslukortavelta verslunar saman um 4,7 prósent frá fyrra ári. Kortavelta í gjafa- og minjagripaverslun dróst saman um 18,9 prósent, og fataverslun dróst saman um 5,9 prósent. Dagvöruverslun var eini flokkur verslunar þar sem erlend kortavelta jókst í mánuðinum.

Mest jókst kortavelta í maí í flokki farþegaflutninga, um 22,7 prósent eða um 852 milljónir frá sama mánuði í fyrra.

Erlend greiðslukortavelta í gistiþjónustu jókst um 8,7 prósent í maí síðastliðnum og nam 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða í sama mánuði fyrir ári. Vöxtur kortaveltu veitingastaða var heldur minni eða 0,9 prósent frá fyrra.


Tengdar fréttir

Færri ferðamenn eystra

Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,4
6
70.934
EIK
2,23
10
158.537
VIS
2,12
8
94.170
REGINN
1,44
13
354.547
REITIR
1,26
15
533.617

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-4,67
4
15.974
SJOVA
-2,55
8
256.800
GRND
-0,82
4
13.099
N1
-0,41
1
685
SKEL
0
5
40.800