Lífið

Borgarfulltrúi myndaði afturenda í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveinbjörg stóð sig vel... til að byrja með.
Sveinbjörg stóð sig vel... til að byrja með. vísir/garðar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, var mætt í dag í Hólavallakirkjugarð til að til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni kvenréttindagsins.

Sveinbjörg nýtti sér farsíma sinn og sýndi fylgjendum sínum á Twitter frá hátíðarhöldunum. Þar tók Ragnheiðar Gröndal meðal annars lagið en Sveinbjörg nýtt sér tækni Periscope til að vera í beinni útsendingu.

Allt gekk vel til að byrja með og bar sig Sveinbjörg sig að eins og sannur fagmaður í útsendingu á netinu. Þegar leið á útsendinguna fór sími Sveinbjargar að síga þannig að við áhorfendum blasti einungis afturendi þeirra sem fyrir framan hana stóðu.

Upptökuna má sjá hér að neðan en uppákoman minnir nokkuð á beina útsendingu sem Elín Hirst, fjölmiðlakona og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bauð upp á þegar hún nýtti Facebook-live í fyrsta skipti.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira