Fótbolti

Heimsmeistararnir fara vel af stað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjóðverjar fögnuðu þremur mörkum í dag.
Þjóðverjar fögnuðu þremur mörkum í dag. vísir/epa

Heimsmeistarar Þýskalands báru sigurorð af Ástralíu, 2-3, í fyrsta leik sínum í Álfukeppninni í Rússlandi í dag.

Þýskaland og Síle eru með þrjú stig í B-riðli en Ástralía og Kamerún eru án stiga.

Þjóðverjar tefla fram frekar reynslulitlu liði í Álfukeppninni í ár en margir lykilmenn fengu frí. Þeirra á meðal voru Mesut Özil, Manuel Neuer, Thomas Müller og Toni Kroos.

Lars Stindl, fyrirliði Borussia Mönchengladbach, kom Þjóðverjum yfir strax á 5. mínútu með sínu fyrsta landsliðsmarki.

Tom Rogic jafnaði metin á 41. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar kom Julian Braxler Þjóðverjum aftur yfir með marki úr vítaspyrnu.

Eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Leon Goretzka heimsmeisturunum í 1-3.

Tomi Juric minnkaði muninn í 2-3 á 56. mínútu en nær komust Ástralar ekki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira