Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar ökumaður á flótta undan lögreglunni ók út í Ölfusá í morgun. Mikil hætta skapaðist meðan á eftirförinni stóð. Fjallað verður ítarlega um þetta og myndbönd af vettvangi sýnd í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum förum við líka yfir nýja skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa á flugslysinu þegar sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi árið 2013.

Þá kynnum við okkur söfnun til styrktar þeim sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni á Grænlandi og verðum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli, þar sem Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands hefur nú verið opnuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira