Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar ökumaður á flótta undan lögreglunni ók út í Ölfusá í morgun. Mikil hætta skapaðist meðan á eftirförinni stóð. Fjallað verður ítarlega um þetta og myndbönd af vettvangi sýnd í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum förum við líka yfir nýja skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa á flugslysinu þegar sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi árið 2013.

Þá kynnum við okkur söfnun til styrktar þeim sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni á Grænlandi og verðum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli, þar sem Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands hefur nú verið opnuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira