Handbolti

Aron fór í naflaskoðun fyrir Úkraínuleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Aron Pálmarsson sýndi allar sínar bestu hliðar í sigri íslenska handboltalandsliðsins á Úkraínu í gær.

Aron hefur ekki fundið sig nógu vel með landsliðinu að undanförnu en í gær varð breyting þar á.

„Ég fór í smá naflaskoðun fyrir leikinn og hugsaði aðeins hvað ég gæti gert betur og hvort ég gæti breytt leikstílnum,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir leik.

„Ég var aftur í grunninn og skoðaði gamla leiki með mér með landsliðinu. Ég kom aðeins öðruvísi innstilltur inn í leikinn og þetta gekk. Það er öðruvísi að spila með félagsliði og landsliði.“

Aron segir að íslenska liðið hafi fundið fyrir pressu í gær enda þurfti það að vinna leikinn til að komast á EM í Króatíu á næsta ári.

„Hún var mjög mikil, líka frá okkur sjálfum. Það ekkert annað sem kom til greina en sigur og góður leikur. Það var það sem ég sóttist eftir, eftir þetta ömurlega tap í Tékklandi. Við spiluðum mjög illa þar. Ég vildi spila vel og vinna, og það sannfærandi. Við gerðum það og ég er gríðarlega sáttur,“ sagði Aron sem skoraði fimm mörk í leiknum í gær og gaf fjölda stoðsendinga.


Tengdar fréttir

Fóru fjallabaksleiðina á EM

Strákarnir okkar verða með á EM í Króatíu í upphafi næsta árs. Það varð ljóst eftir sannfærandi sigur á Úkraínu, 34-26. Þetta var hreinn úrslitaleikur um sæti á EM og pressan dró fram það besta í íslenska liðinu.

Guðjón Valur: Ekki hægt að fara á betri hátt í frí

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum mjög ánægður með flottan átta marka sigur á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöll í kvöld. Þungu fargi var létt af landsliðsfyrirliðanum eftir leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira