Innlent

Eldur kom upp í einbýlishúsi á Akureyri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eldur kviknaði í Þingvallastræti 30 á Akureyri í kvöld.
Eldur kviknaði í Þingvallastræti 30 á Akureyri í kvöld. Loftmyndir

Eldur kom upp í einbýlishúsi við Þingvallastræti á Akureyri í kvöld. Búið er að slökkva eldinn og reykræsting stendur nú yfir.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir að um minniháttar eldsvoða hafi verið að ræða. Enginn var inni í húsinu þegar slökkvilið bar að garði en ekki er þó vitað hvort einhver hafi verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Reykkafarar vinna nú að reyklosun en töluverður reykur reyndist vera í húsinu.

Grunur leikur á um að eldsupptök tengist eldamennsku.
Fleiri fréttir

Sjá meira