Innlent

Eldur kom upp í einbýlishúsi á Akureyri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eldur kviknaði í Þingvallastræti 30 á Akureyri í kvöld.
Eldur kviknaði í Þingvallastræti 30 á Akureyri í kvöld. Loftmyndir

Eldur kom upp í einbýlishúsi við Þingvallastræti á Akureyri í kvöld. Búið er að slökkva eldinn og reykræsting stendur nú yfir.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir að um minniháttar eldsvoða hafi verið að ræða. Enginn var inni í húsinu þegar slökkvilið bar að garði en ekki er þó vitað hvort einhver hafi verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Reykkafarar vinna nú að reyklosun en töluverður reykur reyndist vera í húsinu.

Grunur leikur á um að eldsupptök tengist eldamennsku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira