Íslenski boltinn

Sjáðu fernu Cloé, þrennu Söndru Maríu og glæsimark Fanndísar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Alls voru 17 mörk skoruð í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna sem fór fram á föstudaginn var.

Cloé Lacasse skoraði fernu í 0-5 sigri ÍBV á Fylki og Sandra María Jessen skoraði þrjú mörk í 5-0 sigri toppliðs Þórs/KA á Grindavík.

Valur vann öruggan 4-0 sigur á FH og Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum í 0-2 sigri KR á Haukum.

Þá skoraði Fanndís Friðriksdóttir eina markið í stórleik umferðarinnar, milli Breiðabliks og Stjörnunnar á Kópavogsvelli.

Öll 17 mörkin úr 8. umferðinni má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira