Íslenski boltinn

Sjáðu fernu Cloé, þrennu Söndru Maríu og glæsimark Fanndísar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Alls voru 17 mörk skoruð í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna sem fór fram á föstudaginn var.

Cloé Lacasse skoraði fernu í 0-5 sigri ÍBV á Fylki og Sandra María Jessen skoraði þrjú mörk í 5-0 sigri toppliðs Þórs/KA á Grindavík.

Valur vann öruggan 4-0 sigur á FH og Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum í 0-2 sigri KR á Haukum.

Þá skoraði Fanndís Friðriksdóttir eina markið í stórleik umferðarinnar, milli Breiðabliks og Stjörnunnar á Kópavogsvelli.

Öll 17 mörkin úr 8. umferðinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira